Vegna minni og lélegri heyja hjá bændum sem framleiða lífrænu mjólkina, hafa þeir þurft að grípa til notkunar á fiskiméli og lífrænu korni til viðbótar við grasfóðrun. Fiskimjölið og kornið eru notað til að dreifa yfir léleg hey til að auka lystugleika, og til að bæta upp léleg hey, en eins og vitað er að þá var síðasta sumar erfitt til heyöflunar vegna bleytu. Þess skal getið að fiskimjöl hefur sömu jákvæðu áhrifin á gæði mjólkur og gras eða hey. Korn hefur það hins vegar ekki. Biobú getur því ekki lengur staðið við þá fullyrðingu að mjólkin sé eingöngu frá grasfóðruðum kúm. Biobú biðst velvirðingar á þessum frávikum.
Breytt fóðrun á lífrænum mjólkurkúm
16
apr