Mjólkurbúið Biobú hefur sett á markað nýjan lífrænan jólaost sem heitir Hátíðarostur. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákveðið hafi verið að fagna jólunum og gera nýjan ost sem kemur í takmörkuðu magni.
Osturinn var unninn í samstarfi við Matarbúr Kaju / Café Kaju sem sérblandaði kryddblöndu sem ostinum er velt upp úr. Í henni er paprika, broddkúmen, herbes de provence, sjávarsalt, sinnepsfræ, hvítlaukur og svartur pipar.
Osturinn fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, stærri Krónubúðum, Melabúðinni, Brauðhúsinu, Frú Laugu og Matarbúri Kaju.
Hann er dásamlegur einn og sér, á ostabakkann, í matseldina eða það sem hugurinn girnist!
Forsvarsmenn Biobús segja afar ánægjulegt að osturinn sé kominn á markað enda sé fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram og gera nýtt. Væntanlegar séu fleiri spennandi nýjungar frá fyrirtækinu á næstunni en Biobú mjólkurbú notar eingöngu lífræna mjólk og lífræn hráefni í sína framleiðslu. Úrvalið samanstendur af fjölmörgum tegundum af jógúrt, grískri jógúrt, ostum og mjólk.
Mbl.is sagði frá