Bóndinn og lífrænn búskapur
Félagsleg og hagfræðileg atriði og starfsumhverfi bænda í lífrænni framleiðslu.
Í lífrænum landbúnaði er lögð áhersla á félagslegt og hagfræðilegt gildi þess að bændabýlið sé sjálfstæð eining sem sé tiltölulega sjálfbær, þar sem aðkeypt hráefni til framleiðslunnar er lágmarkað.
Hagfræðileg atriði
Í lífrænum landbúnaði skiptist framleiðslukostnaður með öðrum hætti, en í hefðbundnum landbúnaði. Kostnaður vegna áburðarkaupa lækkar verulega, en á móti kemur meiri kostnaður vegna annara liða svo sem vegna aukinnar skiptiræktunar (jarðræktar) sem kostar aukna vinnu og meiri vélbúnað. Iðulega þarf að gera breytingar á húsakosti til að fullnæja strangari kröfum um aðbúnað dýra, og til að létta vinnu við umhirðu dýranna. Þá er aukinn kostnaður vegna sérhæfðra tækja sem tengjast lífrænum landbúnaði sem er á þróunarstigi enn sem komið er. Þá vegur þungt að minni uppskera er í lífrænni ræktun og minni framleiðsla á hvern grip. Til dæmis eru mjólkurkýr ekki fóðraðar með tilliti til mögulegra hámarksafurða með t.d. mikilli notkun á kjarnfóðri.
Í lífrænni ræktun er leitast við að nota sem mest hráefni úr endurnýjanlegum auðlindum, og að nota vörur sem unnt er að sínýta eða endurvinna, annað hvort á búinu sjálfu eða utan þess.
Félagsleg atriði
Grundvallaratriði er að framleiðendur búi við lífskjör í samræmi við aðrar stéttir, að grunnþörfum þeirra sé fullnægt, að starfið sé þeim til arðs og ánægju og vinnu umhverfið örugt.
Farið er framm á sanngjarnt verð jafnframt því sem neytendum er tryggð framleiðsla á hollum og hreinum matvælum,án þess að gangið sé á velferð dýra og náttúru.
Mikil áhersla er lögð á að neytendur fái réttar upplýsingar um hinar lífrænu vörur og að þær séu vel aðgreindar í verslunum.
Starfsumhverfi
Starfsumhverfi framleiðanda í lífrænni framleiðslu er í mörgu mun jákvæðara en í hefðbundinni framleiðslu, þar sem ekki er unnið með eiturefni, svo sem tilbúinn áburð eða varnarefni gegn illgresi eða skordýrum, en sagan segir okkur að slík efni hafi valdið notendum heilsutjóni, auk þess sem það hefur neikvæð áhrif á umhverfið.