Fréttir

Lífræn ræktun vinnur gegn loftslagsbreytingum

Ný rannsóknir frá The Organic Center og Northeastern University í Bandaríkjunum sýna að lífrænn landbúnaður bindur meira kolefni í jarðvegi (sem tekið er úr andrúmslofti) og hjálpar þannig til við að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þessi byltingarkennda rannsókn sannar að jarðvegur á lífrænum bæjum bindur og geymir verulega mikið meira magn af kolefnum – og í […]

Fréttir

Breskt ræktunarland breytist í eyðimörk

Michael Gove, ráðherra umhverfis- og landbúnaðar­mála á Bret­landi, varar við því að hluti af ræktarlandi í landinu geti breyst í eyðiland ef ekki verði dregið úr nauðræktun og notkun tilbúins áburðar og eiturefna í landbúnaði. Mælingar benda til að um 84% af frjóum yfirborðsjarðvegi hafi tapast frá 1850 til dagsins í dag. Eyðingin mun vera […]

Fréttir

Biobú notar rafbíl við útkeyrslu á vörum fyrirtækisins.

Biobú  festi í febrúar kaup á rafknúnum sendibíl af gerðinni Nissan e-NV200 sem notaður er af starfsfólki sölu- og markaðsdeildar fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem hann er nýttur í kaupum á aðföngum fyrir fyrirtækið. Að sögn Sverris Arnars Gunnarssonar, sem fer með stjórn framleiðslu, sölu- og markaðsmála hjá Biobúi hefur bíllinn reynst ákaflega vel […]

Fréttir

Ostaformin hönnuð úr Set vatnsrörum

Þeir bræður, Helgi og Sverrir, í framleiðslurými Bio-bú með Set vatnsröra-ostaformin. Mjólkurvöruframleiðandinn Bio-bú, sem framleiðir mjólkurvörur úr lífrænni mjólk, notar vatnsrör frá röraverksmiðjunni Set á Selfossi til þess að framleiða form fyrir ostaframleiðsluna. Selfyssingarnir og bræðurnir Helgi Rafn og Sverrir Örn Gunnarssynir starfa báðir hjá Bio-bú, en Sverrir vann fjögur sumur hjá Set þegar hann […]

Fréttir

Ný vara frá Biobú

Biobú hefur hafið framleiðslu og dreifingu á hindberja jógúrt. Hún er einstaklega ljúffeng og er líkleg til vinsælda. Þessi nýja jógúrt er kærkomin viðbót fyrir unnendur lífrænnar jógúrtar frá Biobú því all langt er síðan ný tegund kom síðast á markað.

Fréttir

Betra skyr

Nú hvetjum við alla til að smakka endurbætta gerð Biobú-skyrsins. Mangó, Vanillu eða Hreint. Okkur þykir áferðin betri og skyrið er þykkara. Sumir taka ekki annað í mál en að borða það með góðum rjóma. En aðalatriðið er að okkur þykir skyrið betra nú en áður. Skorum á ykkur að prófa.

Fréttir

OFURFÆÐA!

Grísk jógúrt, vara sem er stútfull af góðri fitu og próteini. Morgunmatur: Grísk jógúrt + múslí + skvetta af agave Eftirréttur: Grísk jógúrt + kakó + agave + chia fræ Köld sósa: Grísk jógúrt + handfylli rifinn gúrka + 2 hvítlauksrif + salt og pipar

Fréttir

Breytt fóðrun á lífrænum mjólkurkúm

Vegna minni og lélegri heyja hjá bændum sem framleiða lífrænu mjólkina, hafa þeir þurft að grípa til notkunar á fiskiméli og lífrænu korni til viðbótar við grasfóðrun. Fiskimjölið og kornið eru notað til að dreifa yfir léleg hey til að auka lystugleika, og til að bæta upp léleg hey, en eins og vitað er að […]

Fróðleikur

Goðsögnin um kólesterolið

Rannsakendur hrekja þær hugmyndir, að kólesterol og mettuð fita sé orsök hjarta og æðasjúkdóma.Í röð fyrirlestra sem haldnir voru á austurströnd bandaríkjanna lýsti sænski læknirinn og vísindamaðurinn Uffe Ravnskov andstöðu sinni við þau ríkjandi sjónarmið þess efnis að kólesterol og mettuð fita væri orsök hjartasjúkdóma. Í röð fyrirlestra sem haldnir voru á austurströnd bandaríkjanna lýsti […]