Hvað þýðir lífræn ræktun
Þegar við tölum um lífrænt að þá erum við að tala um að ekki sé notaður tilbúinn áburður ( kemiskur) við ræktun fóðurs og eða við ræktun á ávöxtum. Engin eiturefni svo sem íllgresiseytur eða skordýraeytur er notað við framleiðslu á fóðri handa kúnum sem gefa mjólkina eða við ræktun ávöxta í ávaxtamassan. Aðbúnaður dýra í lífænum búskap er að jafnaði strangari og er þannig leiðandi afl um bættan aðbúnað húsdýra almennt. Við vinnslu á lífrænum matvælum er eingöngu notuð hjálparefni af lífrænum uppruna. Megin reglan er sú að vinna matvælin sem minnst og halda þeim eins náttúrulegum og kostur er. Þannig er lífræn mjólk gerilsneydd en ekki fitusprend. Það áeinnig við um mjólkina í lífrænni jógúrt Sykurinn í lífrænni ávaxta jógúrt er um 4,8%. Sykurinn kemur með ávaxtamassanum og hefur þann eiginleika að vernda ávaxtamassan frá skemmdum frá því að vera unnin og þar til hann er notaður. ( S.br. sultugerð) Engin kemisk rotvarnarefni eru notuð í lífrænni matvælavinnslu. Við notum engin kemisk litarefni né þykkingarefni. Þá er allt sem telst vera genabreytt bannað.
Aðal einkenni lífræns landbúnaðar er sá að hann grundvallast á heildarsýn, þar sem tekið er tillit til allra þátta sem snerta framleiðsluna svo sem vistfræðilegra, heilsufars og mannúðarsjónarmiða, auk þess sem áhersla er lögð á félagsleg og hagfræðileg atriði.
Megin atriðið er að framleiða nóg af næringarríkri fæðu á uppbyggjandi hátt, þannig að unnið sé með lögmálum náttúrunnar. Lífræn ræktun gengur út á það, að vinna með og hagnýta lögmál náttúrunnar, án þess að vinna umhverfinu og framleiðslunni skaða. Við örvum samspil landbúnaðar og náttúru á jákvæðan hátt. Við tryggjum mögulega framleiðslu á matvælum til framtíðar.
Í lífrænni ræktun er bannað að nota tilbúinn áburð og íllgresis og skordýraeytur. Þá eru strangari reglur um aðbúnað dýra. Með því að velja vottuð lífræn matvæli ert þú að forðast sjálfkrafa mörg hættulega aukefni í matvælum – eins og gervi sætuefni (aspartam, súkralósa) og gervi matvælafitur og fleira sem er bannað að nota í lífrænni matvinnslu. Öll aukaefni notuð í matvinnslu verða að vera af lífrænum uppruna. Allt sem er genabreytt er einnig bannað.
Lífrænt ræktað grænmeti er hollara
Lífrænt ræktað grænmeti er hollara en það sem ræktað er með hefðbundnum hætti, samkvæmt niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar sem gerð var í Bretlandi fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Lífrænt ræktaða grænmetið reyndist almennt innihalda meira af andoxunarefnum og minna af fitusýrum
Frá þessu greinir BBC 31.10.2007
Niðurstöðurnar stangast á við núverandi stefnu breska Matvælaeftirlitsins (Food Standards Agency), sem kveður á um að engar vísbendingar séu um að lífrænt ræktað grænmeti sé hollara en annað.
mbl.is sagði frá:
Eru lífræn matvæli hollari en hefðbundin?
Það fer eftir því við hvern þú talar. Við athugun hefur komið í ljós að neysla á lífrænum afurðum í Bretlandi hefur aukist um 10% á síðasta ári. Ef fólk kaupir lífrænt af því að það heldur að það sé hollara, er þá ekki eitthvað sem getur staðfest að svo sé ?
Ef horft er til álits Matvælastofnunar Bretlands, UK Food Standards Agency (FSA), að þá er enginn heilsusamlegur ávinningur af því að borða frekar lífrænt. “Að okkar mati að þá hefur enginn vísindaleg tilraun sýnt fram á það að lífræn matvæli séu öruggari né næringaríkari en matvæli framleidd með hefðbundnum aðferðum”, segir talsmaður FSA, John Krebs.
Þrátt fyrir þetta svar, að þá hefur fjöldinn allur af rannsóknum sýnt fram á greinilegan mun á lífrænum matvælum og hefðbundnum.
Fyrir tveimur árum var gerð vísindaleg rannsókn á leifum skordýra- og illgresiseyturs í lífrænt ræktuðum plöntum. Rannsóknin sýndi að það væri sex sinnum líklegra að plöntur ræktaðar með hefðbundnum hætti innihéldi leifar skordýra- og íllgresiseyturs. En þá er ekki hægt að segja hvaða áhrif slíkar leifar í matvælum hafa á heilsu fólks, en margir vísindamenn hafa áhyggjur af því. “Lífræn matvæli gefa neytandanum besta tækifærið til að forðast neyslu á slíkum efnum” segir Brian Baker hjá the Organic Materials Review Institute í Oregon og stjórnandi rannsóknarinnar.
“Að borða lífrænt þýðir líka að þú fáir meira af vítamínum og steinefnum í hverjum munnbita, sérstaklega vítamín C, magnesíum og járni. Bandarísk rannsókn frá árinu 2003 sýndi einnig að í lífrænum afurðum er að jafnaði meira af öllum þeim 21 næringarefnum sem mæld voru í rannsókninni” sagði Gundula Azezz, forstöðumaður the Soil Association.
Þá hafa rannsóknir sýnt það að lífræn mjólk og kjöt hafa meira af lífsnauðsynlegum fitusýrum eins og Omega-3 og svo af konjugerðu fitusýrunni CLA . Þessar fitusýrur eru taldar mikilvægar fyrir efnaskipti líkamans og geta verndað okkur frá ýmsum læknisfræðilegum vandamálum.
“Það er erfitt að tína eitthvað það út sem sýnir að lífræn matvæli séu hollari, en að borða lífrænt kveður í kútinn þá óvissu sem fylgir því að borða fæðu sem inniheldur ónáttúruleg efni.” segir Azezz.
The Guardian.co sagði frá
http://www.guardian.co.uk/life/thisweek/story/0,12977,1353259,00.html
Umhverfis og heilsuáhrif lífrænna ræktunaraðferða
11.03.05. Miðvikudaginn 2. mars sl. hélt Dr. Carlo Leifert erindi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um umhverfis- og heilsufarsáhrif lífrænna ræktunaraðferða. Carlo þessi er verkefnisstjóri í gríðarstóru Evrópuverkefni um framangreint málefni, og er óhætt að segja að í fyrirlestrinum hafi komið fram mikið magn áhugaverðra og jafnvel óvæntra tölulegra upplýsinga um málið. Fyrirlestur Carlos hefur nú, með góðfúslegu leyfi hans, verið settur inn á heimasíðu Lífrænnar miðstöðvar á Hvanneyri.
Slóðin er: http://lifraent.hvanneyri.is/adalsida_files/CarloLeifert.pdf (ath.: pdf-skrá, rúmlega 2 MB).
Lífrænar mjólkurafurðir: Yfirburða hollusta
07.03.05. Lífrænar mjólkurafurðir innihalda mun meira af E-vítamíni, andoxunarefnum og Omega-3 fitusýrum en önnur mjólk skv. nýjum rannsóknum.
Sem dæmi úr rannsóknunum má nefna að lífrænar mjólkuafurðir innihalda um 50% meira E-vítamín, 75% meira beta karótín og tvöfalt til þrefalt meira af andoxunarefnunum lutein og zeaxanthine en „hefðbundnar mjólkurafurðir“.(1) Einnig að lífrænar mjólkurafurðir innihalda mun meira af lífsnauðsynlegu fitusýrunum Omega-3.(2, 3,)
Þetta kom fram á fyrirlestri sem Dr Carlo Leifert hélt í Landbúnaðarháskólanum að Hvanneyri þann 2. mars s.l.
Dr Carlo Leifert er prófessor í vistfræðilegum landbúnaði við Newcastleháskóla í Bretlandi og er formaður verkefnastjórnar evrópuverkefnisins Quality Low Input Food (QLIF).
Dr Carlo Leifert er í hópi fremstu og virtustu sérfræðinga í heiminum á sviði rannsókna á lífrænum ræktunaraðferðum og áhrifum þeirra á umhverfi okkar, matvælagæði og heilsufar.
- Bergamo P et al, “Fat-soluble vitamin contents and fatty acid composition in organic and conventional Italian dairy products” Food Chemistry 82, (2003) 625 – 631
- Robertson J & Fanning C, 2004, Omega 3 Polyunsaturated Fatty Acids in Organic and Conventional Milk (University of Aberdeen)
- Dewhurst R J, Fisher W J, Tweed J K S and Wilkins R J (2003). Comparison of grass and legume silages for milk production. 1. Production responses with different levels of concentrate. Journal of Dairy Science (volume 86 pages 2598-2611)
http://lifraent.hvanneyri.is/adalsida_files/CarloLeifert.pdf
Er hægt að berjast gegn krabbameini með tómatsósu ?
Já. Ein leið til að berjast gegn krabbameini er að borða tómatsósu. Ástæðan er sú að tómatsósa unnin úr lífrænum tómötum inniheldu mikið magn efnis sem kallast “lycopene” sem er mjög virkt efni sem vinnur gegn myndun krabbameinsfruma. Þetta er einnig það efni sem gerir tómatana rauða. Rannsókn gaf til kynna að í lífrænt ræktuðum tómötum var um þrisvar sinnum meira “lycopene” en í tómötum, ræktuðum með hefðbundum aðferðum.
Rannsóknin gekk út á það að rannsaka magn “lycopene” og virkni þess sem andoxunarefnis frá 13 framleiðendum á tómatsósu – sex vinsælum tegundum, þremur lífrænum, tómatsósum frá tveimur stórmörkuðum og frá tveimur skyndibitastöðum.
Í ljós kom að lífræn tómatsósa hafði algjöra yfirburði og ein lífræna tegundin innihélt hvorki meira né minna en 183 míkrógrömm af lykopene í einu grammi af tómatsósu. Hefðbundnu tómatsósurnar innihéldu að meðaltali um 100 míkrógrömm í hverju grammi. Ein skyndibitategundin innihélt aðeins um 60 míkrógrömm í hveru grammi af tómasósu.
Einnig voru rannsökuð hvort mismunadi litir á tómatsósu ( græn, purpurarauð eða hefðbundin rauð) hefði áhrif á innihald lykopene í tómatsósu. Rannsóknin leiddi í ljós að svo var ekki, en rannsakendur benda á að ” ef þú ert að leita eftir háu innihaldi af lykopene í tómötum að þá sé öruggast að taka þá tómata sem mest eru rauðir”.
Lycopene verndar gegn krabbameini í brjóstum, blöðruhálskirtili, þörmum og briskirtli. Tekið var fram að mest virkni fékkst þegar borðaður er feitu matur. Lykopene hefur einnig reynst vörn gegn hjartaáföllum.
Journal of Agricultural and Food Chemistry December 29, 2004;52(26):8017- 20
New Scientist January 10, 2005
Lífræn mjólk er auðugri af vítamínum
Rannsóknarstofnun landbúnaðararins í Danmörku (Danmarks JordbrugsForskning), hefur rannsakað innihald andoxunarefna og vítamína í lífrænni og hefðbundinni mjólk og sýna þær rannsóknir að lífræn mjólk í níu af hverjum tíu sýnum inniheldur mun meira náttúrlegra E-vítamína en hefðbundin mjólk. Hefur það m.a. í för með sér að geymsluþol hennar er betra.
Auk þessa sýna rannsóknirnar að innihald carótenóíða er tvisvar til þrisvar sinnum hærra í lífrænni mjólk en hefðbundinni en það hefur áhrif á bragðið því efnið á sinn þátt í að mynda ýmsa bragðþætti mjólkurinnar.
- Neytendur velja lífrænt meðal annars vegna þess að þeir telja að náttúrulegri framleiðsla gefi af sér hollari matvörur. Rannsóknin staðfestir þetta, segir Knud Erik Sörensen, formaður Lífrænu Landssamtakanna.
- Það vantar rannsóknir á muninum milli lífrænnar og hefðbundinnar framleiðslu og við erum auðvitað ánægð með að núna komi rannsókn sem skjalfestir raunverulegan mun.
- Munurinn liggur í því að lífrænar kýr eru næstum eingöngu fóðraðar á smáraríku grasi og eða heyi og þeim er beitt á gras en hefðbundnar kýr eru fóðraðar á sýrðu maísmjöli í miklum mæli og æ færri hefðbundinna kúa er beitt á gras.
- Það er mjög ánægjulegt að það sem er gott fyrir kýrnar er líka gott fyrir okkur mannfólkið sem drekkum mjólkina, segir Knud Erik Sörensen.
- Munurinn hefur líka reynst danskt sérkenni. Í mörgum evrópskum löndum eru lífrænar kýr fóðraðar að miklu leyti á maís. Þessi munur á örugglega sinn þátt í að styrkja samkeppnisstöðu framleiðslunnar í markaðssetningu í útlandinu. Í fyrsta lagi getum við nú skjalfest að hvaða leyti lífrænar mjólkurvörur eru hollari en hefðbundnar mjólkurvörur og í öðru lagi hafa vörurnar sérkenni í samanburði við samkeppnisaðila á Evrópumarkaði.
- Það eru rök sem vega þungt þegar kemur að því að markaðssetja lífræna danska framleiðslu í útlandinu, segir Line Duus, útflutningsráðgjafi Lífrænu Landssamtakanna.
okologi.dk sagði frá
Meira af andoxunarefnum
Ávextir og grænmeti sem ræktaðir eru með lífrænum aðferðum innihalda mun meira af varnarefnum sem vinna gegn hjarta og kransæðasjúkdómum og myndun krabbameins en matvæli ræktuð með hefðbundnum hætti, ef marka má nýja rannsókn á korni, jarðaberjum og brómberjum. Rannsakendur komust að því að meindýra og íllgresiseyðar hindra framleiðlsu á phenolics- efnum í plöntum sem vinna eins og náttúrulegt varnarefni, en er líka gott fyrir heilsu okkar. Áburður án varnarefna virðist líka auka magn phenolics.
Þessar niðurstöður voru birtar í febrúar hefti tímaritsins “the Journal of Agricultural and Food Chemistry” sem er tímarit stærsta félags vísindamanna í heiminum “the American Chemical Society”
Phenolic er flokkur efna sem inniheldur svokölluð flavonoids sem hafa sterka andoxunarvirkni. Plöntur innihalda mikið af þessum efnum til að vernda sig gegn skordýrum og plöntum sem eru í samkeppni við þær sjálfar, þ.e.a.s íllgresi.
“Ef blaðlýs byrja að kroppa í blöðin byrjar plantan að framleiða phenolics til að vernda sig.” segir Alyson Mitchell, Ph.D.,vísindamaður við Kaliforníuháskóla. ” Beiskt bragð og hrjúft yfirborð sem er afleiðing af miklu phenolic í plöntum vernda plöntuna gegn þessum plágum.”
“Þarfir plöntunnar fyrir þessum náttúrlega verndara minnkar þegar notuð eru varnarefni í heðbundnum landbúnaði. Því minna sem notað er af varnarefnum , því meira framleiðir plantan sjálf af andoxunarefni. Þetta skýrir það hvers vegna svo miklu meira er af þessum andoxunarefnum í lífrænum afurðum”. segir Mitcell
“Þetta er mjög áhugaverðar niðurstöður” segir Mitchell sem eftir þessa rannsókn hefur fengið persónulegan áhuga fyrir lífrænum matvælum. ” Ég hef fundið út að þetta hátt hlutfall af andoxunarefnum getur haft afgerandi áhrif á heilsu okkar og hollustu matvæla, og hefur gersamlega breytt því hvernig ég lít á matvæli.”
http://www.sciencedaily.com/releases/2003/03/030304073059.htm
Bretland: Lífræn mjólk er hollari
Welsk rannsókn hefur leitt í ljós að lífræn mjólk er best fyrir heilsuna. Ný rannsókn sem framkvæmd var af Aberystwyth-based Institute of Grassland and Environmental Research hefur fundið út að lífræn mjólk inniheldur hærra magn lífsnauðsynlegra fitusýra en hefðbundin mjólk. Greining á mjólkinni leiddi í ljós að lífræn mjólk inniheldur 2/3 meira af Omega 3 fitusýrunni en venjuleg mjólk.
Talið er að flest fólk í Bretlandi skorti Omega 3 fitusýru, en hún er okkur lífsnauðsynleg til að tryggja góða heilsu. Þær eru nauðsynlegar fyrir hjartað, til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma, og til að heilastarfsemin starfi eðlilega og hafa atferlisraskanir hjá fólki t.d verið rakin til skorts á Omega 3.
Framleiðendur lífrænna mjólkurafurða í Bretlandi sækja nú hart að Bresku matvælastofnuninni til að viðurkenna heilsusamlegt gildi lífrænna mjólkurafurða.
Sally Bagenal, leiðtogi OMSCo, samtaka lífrænna mjólkurframleiðenda í Bretlandi, segir að rannsóknin ætti að knýja Sir John Krebs, forstöðumann Matvælastofnunar Bretland (the Food Standards Agency ) til að taka til baka fullirðingar um að engar sannanir væru fyrir því að lífræn mjólk væri okkur hollari en hefðbundin.
Sian Porter næringarfræðingur segir að flest fólk í Bretlandi þjáist af skorti á Omega 3 fitusýrunum og að þörf sé á að auka neyslu á þeim með því að velja fæðu sem er ríkari af Omega 3.
organicts.com sagði frá
Rannsóknir sýna yfirburði lífrænna matvæla hvað varðar næringarinnihald
Nýlega var gefin út endurskoðuð samantekt úr 41 rannsókn sem gerðar hafa verið víðsvegar í heiminum þar sem gerður var samanburður á næringainnihaldi í lífrænum matvælum annarsvegar og hefðbundnum hinsvegar og var helsta niðurstaðan sú að lífræn matvæli hafi yfirburðastöðu er varðar innihald næringarefna.
Þetta verkefni bar yfirskriftina ”
Nutritional Quality of Organic Versus Conventional Fruits, Vegetables, and Grains” og var stjórnað af Virginu Worthington ,M.S., Sc.D., C.N.S. og var fyrst gefið út í “The Journal Of Alternative And Complementary Medicine í apríl 2001.
Í samantekt um verkefnið segir m. a: “Við greiningu kom í ljós að meira var af járni, magnesíum, fosfor og vítamíni C í lífrænu matvælunum en í þeim hefðbundnu. Í sumum tilfellum mældist minna af próteini í lífrænu, en á móti kom að próteinið í lífrænu matvælunum var meira að gæðum. Þá sýndu rannsóknirnar meira af steinefnum ( skoðuð voru 21 )og minna af þungmálmum í lífrænu matvælunum samanborið við þau hefðbundnu. Meiri rannsókna er þörf varðandi þessara niðurstöðu til að sannreyna þær með tilliti til mismunandi verklags, plöntutegunda og jarðvegsgerð þar sem mikill breytileiki er á því hvernig að málum hefur verið staðið. Af þeim sökum, fyrir flest næringarefnin, þarf að afla betri gagna áður en farið verður í nýjar rannsóknir. Að endingu, að þá er ljóst, þar sem þessi munur er svo greinilegur, að áframhald rannsókna er nauðsynleg til að kanna hugsanleg áhrif þessa mismunar á heilbrigði fólks.”
Hægt er að nálgast meiri upplýsingar á þessari slóð: www.enviroseva.com/organic.pdf
Organicts.com sagði frá 7 des. 2001
Í danskri rannsókn kom fram að matjurtir sem ræktaðar eru með lífrænum aðferðum innihalda meira magn næringarefna en aðrar matjurtir. Þær innihalda einnig meira af vítamínum og miklu meira af náttúrulegum varnarefnum sem verja plönturnar fyrir sýkingum. Sum þessara efna eru einnig talin minnka líkur á krabbameini og hjartasúkdómum í fólki.
Vefur Staðardagskrá 21. Janúar 2001
Lesið meira á http://www.planetark.org/dailynewsstory.cfm?newsid=5287
Ítrekaðar rannsóknir gefa til kynna að lífræn matvara innihaldi meira af ýmisskonar næringarefnum og eða snefilefnum en hefðbundin matvæli. Sem dæmi má taka rannsókn sem gerð var á ávökstum, kartöflum, hveiti og korni. Rannsóknin stóð í tvö ár, og voru tekin frá 4 og upp í 15 sýni úr hverjum hóp, þar sem skoðuð voru ákveðin næringarefni.
Í ljós kom að í lífrænu fæðunni var 63% hærra kalsíum, 78% hærra chromium, 73% hærra járn, 118% hærra magnesíum, 178% hærra molybdenum, 91% hærra í fosfor,125% hærra potassium og 60% hærra zink. Lífræn fæða var hins vegar lægri í mercury eða 29%.
Journal of Applied Nutrition
Fimm sinnum meira CLA
Rannssóknir hafa sýnt fram á að kýr sem fóðraðarð eru á náttúrulegu fóðri, þ.e. ekki á kjarnfóðri, heldur eingöngu á gróffóðri eins og grasi eða heyi hafi allt að fimm sinnum meira af CLA (“conjugated linoleic acid” ) fitusýrunni í mjólkinni, en CLA er talin vera ein besta krabbameinsvörn sem fundist hefur i matvælum fram að þessu. Í franskri rannsókn voru tekin sýni úr brjóstum 360 kvenna. Rannsóknin benti til þess að þær konur sem voru með hæsta gildi af CLA hefðu 74% minni líkur á brjóstakrabbameini en þær sem voru með lægsta gildið. Þær konur sem voru með hæsta gildið höfðu einnig mest af CLA í sinni fæðu. Til að minnka hættu á krabbameini í brjóstum og komast í þann flokk sem er í minnstri áhættu kvað þetta varðar þurfa því samkvæmt þessu eingöngu að skipta um neyslu á mjólkurvörum frá því að nota nýmjólk sem framleidd er með hefðbundnum aðferðum yfir í það að nota nýmjólk frá framleiðendum sem eingöngu fóðra með gróffóðri ( grasi/ heyi).
Það eru fleiri atriði heldur en aukið innihald á CLA fitusýrunni sem gera lífræna mjólk framleidda án kjarnfóðurs að eftirsóttum valkost. Rannsóknir hafa sýnt að í mjólk eru bæði omega 3 og omega 6 fitusýrur. Báðar þessar fitusýrur eru okkur lífsnauðsynlegar. Heppilegast er að neysla á þessum fitusýrurum séu í jafnvægi, þ.e.a.s. að jafn mikið sé af hvorri sýru. Í slíku jafnvægi hafa þær sýnt að hafa öflugan forvarnareiginleika gagnvart hjarta og æðasjúkdómum, offitu, sykursýki, ofnæmi og sjálfsofnæmi, krabbameini, og gegn ofvirkni og ýmsum öðrum geðrænum vandamálum.
“Fengið á http://eatwild.com, heimasíðu Jo Robinson’s með leyfi Jo Robinson
Lesa meira um omega fitusýrurnar og fóðrun mjólkurkúa
- http://www.life-enhancement.com/
- Rannsóknir á Conjugated linoleic acid
- Dairy Network News
- http://www.eatwild.com/cla.htm
- http://www.pharmanutrients.com/scicla1.html
Rauðsmári stuðlar að háu CLA innihaldi í mjólk
Ákveðnar tegundir nytjajurta geta haft áhrif á CLA innihald í mjólk. Gerð var rannsókn með fóðrun á grasi einvörðungu og svo grasi og rauðsmára í bland. Blandan var 80% gras og 20% rauðsmári. Báðir hóparnir fengu kjarnfóður sem innihélt 75% korn, 11% súrsað korn og10.6% ristaðar sojabaunir og 3.4% vítamínblöndu. Hópurinn sem fékk smárablönduna hafði að jafnaði um 50% hærra CLA í mjólkinni (14 mg/g fitu á móti 9.2 mg/g fitu.) heldur en hópurinn sem einvörðungu fékk gras.¹
Að Neðra Hálsi hefur verið sáð smára í ca 65% af túnum. Um er að ræða blöndu af hvít og rauðsmára. Smárinn er eftirsótt jurt í lífrænni ræktun vegna hæfileika hans til framleiðslu á köfnunarefni sem áburðargjafa. Líta má á smárann sem náttúrulega áburðarverksmiðju fyrir utan að vera kjörfóður fyrir jórturdýr.