Aðbúnaður húsdýra í lífrænum búskap
Eitt megin þema lífrænnar framleiðslu er það sem snertir velferð húsdýra, og sem viðmið, að þá er megin reglan sú að húsdýr hafi þá aðstöðu að geta notið eðlislægrar hreyfingar og hafi aðstöðu til útiveru árið um kring.
Í lífrænum landbúnaði er dýrum ætlaður betri aðbúnaður en almennar reglur segja til um. Það er gert til að dýrin geti hreyft sig meira og betur notið eðlislægrar hegðunar. Meginreglan er sú að allt búfé sem haft er í húsi hafi það frelsi og rými að það geti snúið sér auðveldlega í heilhring.
Allir kálfar sem fæðast eru með móður fyrstu vikuna eftir burð.
Heilbrigðis og mannúðarsjónarmið
Eitt aðal einkenni lífrænnar ræktunar er það að viðhafa fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja heilbrigði platna og búfjár.
Varðandi plönturnar er það gert með t.d. skiptiræktun og með því að velja saman ákveðnar tegundir í grænmetisræktun.
Varðandi heilbrigði búfjár, þá er það aðbúnaður dýranna sem vegur nokkuð þungt, auk þess sem fóðrun skiptir verulega máli t. d. hvað varðar mjólkurkýr. Gerðar eru strangar kröfur um það að dýrin hafi nógu mikið pláss til að hreyfa sig, og geti þannig notið eðlislægs atferlis í grundvallaratriðum. Legupláss þarf að vera mjúkt og þurrt, að dýrin hafi næga birtu, hafi félagsskap af hvoru öðru og hafi möguleika á því að njóta útiveru allt árið um kring. Allt ungviði, svo sem kálfarnir frá kúnum,fái að njóta umhyggju móður með því vera hjá þeim fyrstu dagana eftir burð (fæðingu) og að geta sogið mjólkina úr júgrinu sjálfir. Þetta atriði er mjög mikilvægt varðandi heilbrigði bæði kálfs og móður.
Allt fóður skal vera lífrænt ræktað og vera sem náttúrulegast.
Rannsóknir hafa sýnt að mikil hreyfing og útivera jafnt sumar sem vetur, eflir mótstöðuafl dýra gegn sjúkdómum.