Ávaxtakaka með lífrænni jógúrt

Fylling:

  • 3 dósir hrein lífræn jógúrt
  • 1/8 l lífræn mjólk
  • 3 msk maísenamjöl
  • 1 msk vanillusykur
  • 1 tsk hreina vanillu
  • 2 eggjarauður
  • 4 eggjahvítur
  • 80 g hrásykur

Hitið mjólkina og jógúrtina að suðumörkum. Hrærið eggjarauður,vanillusykur, vanillu og maísenamjöli saman við og bætið út í jógúrtina. Látið kólna.

Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið hrásykurinn saman við. Blandið köldu kreminu varlega saman við stífþeyttar eggjahvíturnar.

Botn:

  • 250 g smjör
  • 250 g hrásykur
  • 2 eggjarauður +1 egg
  • 150 g hveiti
  • 150 g heilhveiti

Mjúkhrærið smjör og blandið hrásykur saman við. Bætið eggjarauðum og egginu út á og hrærið. Blandið heilhveiti og hveiti (má líka nota spelt) saman við hræruna og geymið á köldum stað í klukkutíma.

Setjið botninn í vel smurt hringlaga form, ca 5mm þykkur botn. Má kæla þetta í smá stund.

Svo er fyllingin sett á botninn. Skreytið kökuna með ávöxtum, Þetta er svo lítið árstímabundið hvað er sett út á, látið hugmyndaflugið ráða.

Bakist í 60-70 mínútur við 150° C.

Kakan á myndinni er skreytt með eplaskífum, rifsberjum og bláberjum


Lífræn jógúrt-boozt

  • Klaki
  • 1 dós lífræn jarðarberja jógúrt
  • 1 lífrænn banani

Hrært saman í mixara, tilbúið til drykkjar

Krækiberjadraumur

  • 1 dós hrein lífræn jógúrt
  • 1-2 teskeiðar hrásykur
  • 1 dl þeyttur rjómi
  • 3 epli niðurrifin
  • 3 bollar krækiber
  • Makkarónur til skreytingar

Hrærið hrásykur út í jógúrtina. Blandið eplin saman við rjómann og bætið síðan sykraða jógúrtina og krækiberin við.

Skreytið með makkarónum.


Jógúrtkaka

  • 2 bollar sigtað spelt eða hveiti
  • 1 bolli hrásykur
  • 1 teskeið lyftiduft
  • örlítið salt
  • 125 g brætt smjör
  • 2 egg
  • 1 dós lífræn jógúrt með múslí

Hrásykurinn og brædda smjörið hrært vel saman og síðan eggin líka. Deigið sett í hringform og bakist í 35 – 40 mínútur eða í ílangt form og bakist þá í 40 – 50 mínútur hvoru tveggja við 180°C

Grísk jógúrtsósa

  • 1 dós Grísk jógúrt
  • 1/2 agúrka, rifin
  • sjávarsalt/salt
  • svartur pipar
  • 2 hvítlauksgeira

Jarðarberja boozt

  • Klaki
  • 1 dós lífræn jarðarberja jógúrt
  • 1 lífrænn banani

Hrært saman í mixara, tilbúið til neyslu

Kokos boozt

– 2 dósir kókos jógúrt

– 1 banani

– eitt glas af frosnum jarðarberjum

– chia fræ

Hrært saman í blandara, tilbúið til neyslu

Tzatziki

250g Grísk jógúrt

Handfylli af gúrku (ca.1/3 af gúrku) og rifin í rifjárni ofan í sigti, reyna að kreista vökvann svo frá og hræra saman í jógúrtina.

2 hvítlauksgeirar (smátt saxaðir eða kreist í gegnum hvítlaukspressu)

Salt og pipar

Frábært með grillmat, salötum og sem ídýfa fyrir grænmeti

Hvítlauksjógúrtsósa

250g Grísk jógúrt

1tsk. salt

2 hvítlauksgeirar

1/4-1/2 tsk.svartur pipar

Smá klípa steinselja

Góð með grillmat

Hunangs-Sinnepssósa

250g Grísk jógúrt

1/2 matskeið (eða eftir smekk) Dijon sinnep

1 matskeið hunang (eða eftir smekk)

Dass af salt og pipar

Góð sósa á salatið, grillmat og fisk.